Leitið ráða hjá söluráðgjöfum okkar

Gluggar

GLUGGAR

Það er að mörgu að hyggja þegar velja þarf nýja glugga í byggingar, hvort heldur sem um er að ræða nýbyggingar og eða þegar verið er að skipta út gluggum í eldri húsum. Kjarnagluggar bjóða heildarlausnir í glugga málum sem uppfylla allar ströngustu kröfur sem gerðar eru.

PRÓFÍLLINN

Marghólfa prófíll frá REHAU gerir það að verkum að gluggarnir hafa mjög góða einangrun. Þá hefur PVC efnið mjög gott einangrunargildi.

Gluggarnir hafa verið slagregnsprófaðir af RB Ransóknarstofnun Byggingariðnaðarinns og staðist allar prófanir og uppfylla öll ákvæði byggingareglugerðar.

GLUGGI Í GLUGGA

Þegar endurnýja þarf glugga er hægt að spara mikinn vinnukostnað og rask sem því fylgir að skipta um glugga, með því að setja PVC plast gluggann í falsið á gamla glugganum. Fjarlægja þarf gamla pósta en láta karminn standa og svo er nýi glugginn látin setjast í falsið á gamla glugganum. Það sem stendur útaf á gamla karminum að utanverðu er klætt með veðurkápu og þétt með kítti / silicone í kringum gluggann og eftir stendur nýr viðhaldsfrír gluggi.

Fólk leitar í auknu mæli eftir ódýrum og hagkvæmum lausnum þegar kemur að viðhaldi fasteigna. Gluggi í glugga er klárleg kostur sem nýtist vel þegar kemur að kostnaði varðandi glugga skipti.

 

Hjá Kjarnagluggum leggjum við mikið upp úr gæðum í framleiðslu því veljum við einungis fyrsta flokks efni og búnað í glugga sem við framleiðum, allur búnaður s.s. lamir, læsingar, húnar og handföng o.fl er frá REHAU og MILA HARDWARE.

Veðurfar er margbreytileg á Íslandi vatn og vindar koma úr öllum áttum og mikið mæðir á gluggum fasteigna við slíkar aðstæður. Gluggar frá Kjarnagluggum skora hátt þegar kemur að vörn gegn vatni og vindum. Þétting þeirra og einangrunargildi er með því besta sem þekkist á markaðnum.

Spyrðu okkur

Hafðu samband við okkur

Skilaboð hafa verið send.