Leitið ráða hjá söluráðgjöfum okkar

Hurðir

HURÐIR

Hurðir frá Kjarnagluggum eru fyrsta flokks framleiðsla unnin samkvæmt ströngum gæðakröfum. PVC efnið hentar einstaklega vel við Íslenskar aðstæður, þolir mikið álag gegn sól, vatni og vindum.

ÚTIDYRAHURÐIR

Við framleiðum Útidyrahurðir eftir óskum hvers og eins. Það hefur oft verið sagt að útidyrahurðin sé andlit hússins, og því þarf að vanda vel til verka þegar velja þarf útidyrahurð. Hurðin þarf að uppfylla allar okkar kröfur og óskir um góða útidyrahurð.

Helstu kostir útidyrahurða okkar eru !

  • Engin málningarvinna

  • Tvöföld þétting

  • Betri einangrun

  • Hágæða efni

  • Fyrsta flokks búnaður

SVALAHURÐIR

Við framleiðum svalahurðir eftir óskum hvers og eins eftir máli. Svalahurðirnar geta verið einfaldar og eða tvöfaldar, möguleikarnir eru nánast óþrjótandi þegar kemur að vali á útliti og gerð hurða / svalahurða. Svalahurðir frá Kjarnagluggum eru með tvöfaldri þéttingu og margpunkta læsingabúnaði sem eykur alla vörn gegn innbrotum til mikilla muna. Húnar á svalahurðum geta verið beggjavegna eða bara að innan, allt eftir óskum hvers og eins.

Útlitsmöguleikar

Við hjá Kjarnagluggum eru ávalt tilbúin að leiðbeina við val á útliti hurða / svalahurða.

Smellið á myndina hér að til hliðar til að sjá hvað er í boði hjá okkur, þetta er bara lítið brot af því sem við getum gert þegar kemur að útliti hurða. Leitið ráða hjá söluráðgjöfum okkar varðandi lausnir.

RENNIHURÐIR

Því miður sökum Covid getum við ekki boðið uppá rennihurðir sumarið 2021

Það hefur mikið færst í vöxt að fólk velji sér rennihurðir í rými sem hafa aðgengi út á verandir og eða svalir. Rennihurðir frá Kjarnagluggum eru liprar og þægilegar í notkun, opnun þeirra er stjórnað með einu handtaki án nokkurrar áreynslu. Hægt er að láta rennihurðina vera opna að ofan en liggja í læstri stöðu að neðan t.d.til að fá ferst lof inn í rýmið á þess að opna hana til fulls.

Rennihurð er góður kostur þar sem ná þarf mikilli opnun fyrir aðgengi sem og færir hún okkur meiri birtu inn í rýmið, fólk leitar sífellt eftir meiri birtu til að lýsa upp skammdegið. Rennihurðir frá Kjarnagluggum hafa tvöfalda þéttingu og fyrsta flokks búnað og eru góður kostur fyrir Íslenskar aðstæður.

Allar hurðir frá Kjarnagluggum eru afhentar með öllum búnaði s.s. húnum læsingum og er allur búnaður fyrsta flokks.

BÁTAHURÐIR

Við hjá Kjarnagluggum framleiðum bátahurðir (með tessum). PVC efnið henta vel til sjós, efnið einangrar vel og hrindir vatni vel frá sér og er þægilegt í þrifum.

Spyrðu okkur

Hafðu samband við okkur

Skilaboð hafa verið send.