Sólstofur og svalalokanir.
Við smíðum sólstofur og svalalokanir eftir teikningum og máli, notað er sama efni og er í gluggum og hurðum. Útfærslur á sólstofum geta verið á ýmsa vegu og þarf hvert verk að skoðast sérstaklega. PVC efnið er kjörið fyrir Íslenskar aðstæður í sólstofur og svalalokanir, þar sem einangrunargildi þess er einstakt. Sólstofur er sá staður þar sem hægt er að njóta veðursins jafnt að sumri sem vetri.
Við hjá Kjarnagluggum gefum góð ráð varðandi útfærslur á sólstofum og svalalokunum.
Sólstofur frá Kjarnagluggum hafa:
-
Fallegt útlit
-
Ekkert viðhald
-
Hámarks einangrun
-
Framúrskarandi styrkur
Hurðir á sólstofum út á t.d. verandir geta verið margskonar, s.s. einfaldar, tvöfaldar og eða rennihurðir, allt eftir óskum hvers og eins. Allar hurðir á sólstofum frá Kjarnagluggum hafa tvöfalda þéttingu og fyrstaflokks búnað.
Góð og vönduð sólstofa er sælureitur heimilisins